Brúnkusprey

Verð 5.500 kr.

Brúnkusprey er meðferð þar sem brúnkuvökvi er spreyjaður á allan líkamann. Hægt er að velja milli nokkra lita. Brúnkan er vanalega um 6-8 tíma að koma alveg fram og er þá farið í létta sturtu en oft er betra að fara í sturtu morguninn eftir. Við erum einnig með vökva sem kemur fyrr fram (express) þar sem þú getur valið hversu dökkur hann verður eftir því hvað þú lætur hann bíða lengi á, 1klt, 2klt eða 3klt. Til þess að fá bestu útkomuna er mælt með því að skúbba allan líkamann daginn áður og næra húðina vel, fara í sturtu a.m.k hálf tíma fyrir tímann til að skola í burtu allan farða, olíu/krem, svitalyktaeyði og ilmvatn, koma alveg hreinn og ekki með neitt á líkamanum, taka alla skartgripi af, setja hárið upp í teyju (ef við á) og best er að koma í frekar víðum og dökkum fötum. Til að viðhalda fallegri brúnku er mikilvægt að fara ekki í sturtu fyrr en ráðlegt er, nota aðeins létta sápu og skola af sér, þurrka ykkur létt ekki nudda handklæðinu fast við húðina, verið dugleg að næra húðina með góðu kremi. Langar sturtur og bað láta litinn hverfa fyrr, sund, vax og skrúbbur geta skemmt brúnkuna.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Share on print