Guðrún María

Guðrún María Jónsdóttir er 38 ára snyrtifræði meistari og fótaaðgerðafræðingur. Hún flutti til Eyja haustið 2018 með manninum sínum Þóri Rúnari Geirssyni lögreglumanni og tveimur börnum þeirra. Guðrún María lærði snyrtifræði í Englandi árið 2000-2003 þar sem hún lærði einnig nudd, hún kláraði síðan sveinsprófið 2005 og að lokum meistarann 2012. Hún hefur starfað við snyrtifræði og nudd síðan hún kláraði námið, bæði í fullu starfi og í hlutastarfi, þannig að hún hefur um 16 ára reynslu í faginu. Hún ákvað svo að bæta fótaaðgerðafræði við sig og kláraði hún fótaaðgerðafræðina frá Keili í janúar 2019. Guðrún María leggur mikið upp úr því að skapa notalegt og afslappandi andrúmsloft og býður hún upp á allar helstu snyrtimeðferðir, nudd og fótaaðgerðir.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Share on print