Heilsuferðir á Heilsueyjunni

he1

Heilsuferðir er samstarf Hótel Vestmannaeyja, Heilsueyjunnar og Einsa Kalda.

www.heilsueyjanspa.is                                                     www.hotelvestmannaeyjar.is                                      www.einsikaldi.is

Vestmannaeyjar eru miklu meira en þjóðhátíð og golfvöllurinn á sumrin. Þar er friður, ró og heimamenn vinalegir allan ársins hring. Þetta er staður sem náttúrufegurð fær að njóta sín og veturinn er mildur. Ekki einu sinni öflugur náttúrukrafturinn fær bugað heimamenn. Fullkomið umhverfi fyrir þig til að halda eða sækja námskeið án áreitis frá stórborginni.

Velkomin til  Vestmannaeyja

Það er með miklu stolti sem við Eyjamenn bjóðum gesti okkar ætíð velkomna til Vestmannaeyja. Hið fjölbreytta mannlíf, heillandi menning og óviðjafnanleg náttúra skipar Eyjunum einstakan sess. Það eru staðir í heiminum sem fólk verður að heimsækja og kynnast.  Vestmannaeyjar eru einn þessara staða, meðal annars vegna heillandi náttúrufegurðar, fjölbreytilegs dýralífs og þeirrar staðreyndar að þær eru sögulegar og landafræðilega séð einn sérstæðasti staður á Íslandi. Við erum fullviss um að þeir sem heimsækja Eyjarnar munu þar eignast minningar sem ekki einu sinni tíminn fær máð.

Fullkomið umhverfi til að njóta náttúrunnar í fjallgöngu eða rölti meðfram sjónum
Fíllinn frægi

Nokkrar góðar ástæður  fyrir heimsókn til Eyja

 • Skoðaðu Sæheima. Eina alvöru safnið á Íslandi með lifandi fiska og önnur sjávardýr í búrum. Auk þess frábært safn uppstoppaðra fugla og eitthvert glæsilegasta safn sem til er af íslenskum steintegundum.
 • Komdu við á Skanssvæðinu, frábæru svæði við innsiglinguna þar sem nýi og gamli tíminn mætast, þar sem hraunið stöðvaðist í eldgosinu árið 1973. Á Skanssvæðinu er norsk stafkirkja og Landlist, annað elsta hús í Eyjum þar sem er lítið en merkilegt safn.
 • Gakktu á Heimaklett, hæsta fjall í Eyjum. Heimaklettur er aðeins 283 m á hæð þannig að þetta tekur ekki neinn óratíma. Búið er að setja stiga við erfiðustu hjallana og því er lítið um eiginlegt klifur. Útsýnið af toppnum er alveg frábært, sama í hvaða átt er horft.
 • Aktu upp á Stórhöfða, vindasamasta stað á Íslandi og líklega í allri Evrópu, þar sem aðeins eru fjórir logndagar á ári að meðaltali og vindhraði hefur farið yfir 30m/sek. Af Stórhöfða er einnig frábært útsýni til allra átta.
 • Sund í Sundhöllinni þar sem er einhver glæsilegasta sundlaug landsins, með saltvatni, sem gerir sundið léttara. Njótið lífsins á nýju glæsilegu útivistarsvæði með heitum pottum, rennibrautum og gufubaði.
 • Skoðaðu Landakirkju, elstu byggingu í Vestmannaeyjum, gamalt og virðulegt guðshús þar sem prédikunarstóllinn er fyrir miðri kirkju, beint ofan við altarið. Á sunnudegi ertu að sjálfsögðu velkominn til messu.
Mynd tekin ofan af Eldfelli sem auðvelt er að ganga upp og njóta útsýnisins

ELDHEIMAR – safnið sem enginn  má missa af.

Eldheimar segja söguna af náttúruhamförunum á Heimaey 1973.

Einstök sýning um einstaka atburði:   gosið – flóttinn – uppbyggingin.

Einnig er sýning á þróun lífríkisins í Surtsey.  Eyjan er náttúruverndarsvæði og er á heimsminjasrkrá UNESCO/ Sameinuðuþjóðanna.

Vestmannaeyjar er fullkominn staður til að flýja stressið sem fylgir stórborginni

Við erum með glæsilega aðstöðu til að taka á móti ykkur við hvaða tilefni sem er, t.d.:

 • Slaka á með vinkonum/vinuum
 • Rómantíska ferð með maka
 • Heilsu- og útlitsátak
 • Detox
 • Gæsanir
 • Námskeið
 • Gönguferðir

Við gerum tilboð fyrir ykkar hóp.

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel með 43 rúmgóðum herbergjum. Frá fjölskylduherbergjum og upp í svítur. Öll herbergi eru með baðherbergi, sjónvarpi og wi-fi. Morgunmatur eftir þörfum hvers hóps. Fundarsalur með skjávarpa sem tekur 40 manns.

SPA

Spa  með tveimur heitum pottum, annar þeirra er með hymalaja, epson salt og ilmkjarnaolíum eftir þörfum hvers hóps. Við getum haft heitann og kaldann pott eftir óskum. Rétta umhverfið er skapað eftir óskum hvers hóps, frá einfaldri rólegri  tónlist til diskókúlu stemmingar.

 • Venjuleg sauna
 • Infrarauð sauna
 • Tónlist eftir óskum hvers hóps
 • Litameðferðir eftir þörfum hvers hóps
 • Slökunarsvæði
 • Heilsudrykkir eftir þörfum hvers hóps

Heilsueyjan Spa

Rólegt umhverfi með 6 meðferðar herbergjum þar sem fagaðilar bjóða upp á:

 • Nudd
 • Heilun/Reiki
 • Sogæðastígvél
 • Detox Body Styler
 • Súrefnishjálm
 • SPM-Sogþrýstingsnudd
 • Fótaaðgerðir
 • Ýmsar andlits- og líkamsmeðferðir

Einsi Kaldi – Veitingastaður

Veitingastaðurinn Einsi kaldi er til húsa á jarðhæð Hótel Vestmannaeyja í byggingu sem á sér langa og merka sögu. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur frá 2011 og tekur 80 manns í sæti. 
Matreiðslumeistarinn, Einar Björn Árnason ( Einsi kaldi ) og starfsfólk hans hefur gott orðspor fyrir snilli sína í matargerð og fyrir að veita góða þjónustu. Einsi Kaldi ætlar að sjá um að bjóða upp á hádegismat, súpu og salat. Hann getur einnig séð um lokahóf fyrir hópa sem það vilja.

Afsláttarkort

Vestmannaeyjingar eru þekktir fyrir gestrisni sína og margir sem vilja taka þátt í að gleðja hópa sem hingað koma. Hver gestur fær afsláttarkort í ýmsar verslanir bæjarins. Einnig verða nokkrar búðir með sér opnunarkvöld fyrir hópa yfir 20 manns og ætla að bjóða uppá hressingu og góða afslætti. Verslanirnar sem um ræðir eru:

Geisli: Raftækja og gjafavöruverslun – www.geisli.is

Smart: Fatnaður – www.smartey.is

Flamingó: Fatnaður – Facebook síða Flamingó

Verðdæmi

Hafðu samband við okkur og við gerum tilboð fyrir ykkar hóp og sköpum umhverfi eftir ykkar þörfum. Tilboðið gildir á milli 15 október til 15 apríl ár hvert.

 • 3 nætur á Hótel Vestmannaeyjar
 • Morgunmatur
 • Súpa og salatbar í hádeginu
 • Sundkort
 • Ein 2 klst. gönguferð (5 gönguleiðir í boði)
 • Lokahóf með 3 rétta seðli frá Einsa Kalda
 • Flug fram og til baka
 • Allir gestir fá 20% afslátt af öllum meðferðum og vörum hjá Heilsueyjan Spa og af auka gönguferðum

Verð aðeins 79.500 kr. (án flugs 54.000 kr.)

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Share on print