Á bak við snyrtivörumerkið Nature Sense er ilmkjarnaolíufræðingurinn Jackie Cardoso. Jackie er brasilísk af indjána ættum sem frá unga aldri hefur notað og fræðst um lækningarmátt jurta, en hún hefur búið á Íslandi síðan 1991. Árið 2002 fór Jackie af stað með framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum undir nafninu Yndisseiður. . Jackie hefur einnig menntað sig í nuddi, ilmkjarnaolíufræði, reiki og ýmsum öðrum náttúrulegum meðferðum ásamt því að sækja námskeið erlendis í þróun og framleiðslu á snyrtivörum. Vörurnar nutu mikilla vinsælda og árið 2006 opnaði Jackie verksmiðju ásamt Spa í Kópavogi. Því miður hafði hrunið slæm áhrif á rekstur verksmiðjunnar og var henni lokað árið 2010. Árið 2012 flutti Jackie til Vestmannaeyja og ætlaði hún sér að vera einungis nudda þar, en vegna mikillar eftirspurnar frá viðskiptavinum fór fljótt framleiðsla af stað í eldhúsinu í Eyjum. Fljótlega reyndist það ekki nóg og smám saman fór framleiðslan að aukast og er í gangi af fullum krafti í dag. Vörurnar eru 100% náttúrulegar, blandaðar með ilmkjarnaolíum, án allra aukaefna ásamt því að vera 100% vegan. Vörurnar eru hannaðar með því leiðarljósi að þær hjálpa líkamanum að vinna innan frá, stilla hormónakerfið og koma jafnvægi á fitu og sýrustig húðarinnar. Því miður höfum við ekki enn öðlast vottun en verið er að vinna í því, öll okkar hráefni eru þó vegan og hafa vottun. Nature Sense eru handgerðar snyrtivörur og framleiddar í litlu magni eða eftir eftirspurn og passað að ekkert fari til spillis. Við leggjum okkur fram við að vera vistvæn og því bjóðum við upp á áfyllingar í stað þess að kaupa nýjar umbúðir í hvert skipti. 

Í dag er Nature Sense selt í Heilsueyjunni Spa sem staðsett er í hjarta Vestmannaeyjabæjar. Þar er hægt að kaupa vörur og áfyllingar en einnig er boðið upp á andlits- og líkamsmeðferð þar sem notaðar eru Nature Sense vörur.

Vistvera er söluaðili okkar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að kaupa bæði vörur og áfyllingar og unnið er að því að bæta fleiri söluaðilum við, vonandi um land allt.