Sumartilboð í maí

Brúnkusprautun á 3500 kr. Sogæðastígvél á 3500 kr. tíminn – 10 tímar á 30.000 kr.

Námskeið í snyrtivörugerð

Eins og við sögðum ykkur frá í mars höfum við verið að skipuleggja námskeið í snyrtivörugerð þar sem nýttar eru náttúrulegar vörur m.a. úr náttúrunni hér í Eyjum. Vestmannaeyjar eru ríkar af jurtalífi. Hér vex t.d. mikið af burnirót sem eykur seratónín framleiðslu. Hvönn er hægt að nota í seyði sem sannað er að styður vel við krabbameinsmeðferðir.

Um Námskeiðið:

Við munum bjóða upp á námskeið í vor, sumar og haust. Þar munum við kenna aðferðir í týnslu, þurrkun, vinnslu og notkun. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og er í 4 klst. í hvert skipti. Það er hægt að taka aðeins einn hluta úr námskeiði. Ástæðan fyrir því að námskeiðinu er skipt upp í hluta er að það skiptir máli hvaða hluta af jurtunum maður notar á hverjum árstíma fyrir sig.

  • Laugardaginn 13. Júní – Vor jurtatýnsla – Við förum saman og týnum jurtir. Kenndar verða aðferðir til að þurrka og vinna jurtirnar. Búið verður til einfalt smyrsl, extract og mixtúrur.
  • Laugardaginn 27. Júní – Guðrún María mun kenna ykkur að greina ykkar eigin húðgerð. Þið munið einnig læra að búa til ykkar eigin andlitskrem, líkamskrem, uppþvottaefni, mýkingarefni, baðolíur, baðbombur og fleira.
  • Laugardaginn 22. Ágúst – Haust jurtatýnsla – Við förum saman og týnum jurtir. Kenndar verða aðferðir í þurrkun, geymslu og vinnslu. Farið verður enn dýpra í kremgerð.

STAÐSETNING – Mæting kl. 13:00 á Heilsuseyjanspa þar sem við bjóðum upp á fullkomna vinnuaðstöðu.

VERÐ – 1 hluti úr námskeiði – 8000 kr. 3 hlutar úr námskeiði – 18.000 kr.

Skráning hjá Jackie í S: 8654820

Jackie Cardoso er Brasilísk en hefur búið á Íslandi síðan 1991. Jackie er frá indiána ættum og hefur frá unga aldri lært lækningamátt jurta. Jackie er ein af 23 sem hafa útskrifast eftir tveggja ára nám af ilmkjarnafræð á Íslandi ásamt því að hafa stundað fjarnám í grasalækningum. Jackie hefur framleitt og selt 100% náttúrulegar snyrtivörur síðan 2002 undir vörumerkinu Nature sense.

Guðrún María er útskrifaður snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Guðrún María lærði snyrtifræði í Englandi árið 2000-2003 þar sem hún lærði einnig nudd, hún kláraði síðan sveinsprófið 2005 og að lokum meistarann 2012. Hún hefur starfað við snyrtifræði og nudd síðan hún kláraði námið, bæði í fullu starfi og í hlutastarfi, þannig að hún hefur um 16 ára reynslu í faginu. Hún ákvað svo að bæta fótaaðgerðafræði við sig og kláraði hún fótaaðgerðafræðina frá Keili í janúar 2019. Guðrún hefur mikla reynslu af notkun náttúrulegra snyrtivara í meðferðir og notar eingöngu Nature sense vörur í þær meðferðir sem hún býður upp á.